Nýr leikkastali við Ölduselsskóla

Nýr leikkastali við Ölduselsskóla

Við viljum stóran og góðan kastala á skólalóðina við Ölduselsskóla. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á lóðinni undanfarin ár, en ekki var gert ráð fyrir nýjum kastala í fjárhagsáætlun. Sá gamli var fjarlægður sem hefur skert leikmöguleika yngstu nemenda skólans, en kastalinn var árum saman þeirra aðalleiktæki í frímínútum. Kæru nágrannar hjálpið okkur að gera góða skólalóð ennþá betri fyrir börnin okkar.

Points

Börn hafa mismunandi þroska og áhuga í leik og því mikilvægt að skólalóðin geri ráð fyrir mismunandi leik barna. Sumir eru í eru hópleikjum með bolta á meðan aðrir hafa mestan áhuga á því að klifra eða leika ímyndunarleiki. Leiktæki eins og þetta á myndinni myndi efla hreyfiþroska og jafnvægi og vera frábær viðkomustaður barna í öllu hverfinu enda í alfaraleið göngustíga.

Í gegnum tíðina hef ég farið með tvö barnabörn mín í umræddan hoppukastala og einig litla kastalann. Þetta veitti okkur ómældar ánægjustundir og styrkti strákana hreint ótrúlega. Nú er þriðji gaurinn mættur og þætt mér slæmt að geta ekki leikið með honum þarna í hoppukastala. Svo UPP MEÐ NÝJAN HOPPUKASTALA þegar í stað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information