Koma aftur verslun í Hólmgarðinn

Koma aftur verslun í Hólmgarðinn

Fyrir mörgum árum síðan voru hverfisverslanir í Hólmgarðinum. Í dag hýsir þetta húsnæði félagasamtök / leiguíbúðir en húsnæðið væri kjörið fyrir kaffihús, ýmiskonar verslunarrekstur, veitingastað o.s.frv.

Points

Er fólk sem þarna býr tilbúið að taka við þeirri umferð sem fylgir verslunum í þessa rólegu íbúðargötu?

Þetta hús er upprunalega byggt sem m.a. verslunarhúsnæði og vel hægt að samnýta sem verslunar- og íbúðarhúsnæði. Þarna var um áratugaskeið margskonar verslunarstarfssemi þannig að nú reynir bara á hugmyndaauðgi þeirra sem hafa áhuga á að færa verslun inn í hverfið. Hvað varðar núverandi íbúa þá yrðu þeir ekkert betur settir ef húsið yrði rifið en á móti væri hægt að vinna þetta í samvinnu við hagsmunaaðila. Núverandi ástand á húsi og starfssemi er allaveganna vannýtt eins og staðan er í dag.

Með vitundarvakningu um verslun í nærbyggð þá er eflaust hægt að laða að áhugasama aðila ef tryggt er að húsnæðið sé skilgreint sem verslunarhúsnæði og þá unnið í samvinnu við húseigendur. Nýlegar verslanir eins og Ísbúð Vesturbæjar, Eldofninn og fl. þarna í nágrenni undirstrika að vel hægt er að koma á slíkum rekstri innan íbúðarhverfis með góðum árangri. Lystigarðurinn sem er síðan hinum megin við götuna gerir þetta svæði enn álitlegri fyrir skemmtilegan verslunarrekstur.

Það gæti skapað skemmtilega stemningu. En býr ekki fólk í þessu húsi núna?

Efast um að Reykjavíkurborg eigi þetta hús og get bara gert þetta. Þarna búa nokkrir hópar fólks sem eflaust væru illa sett ef þetta væri gert strax meðan markaðurinn er líkt og hann er. Hinsvegar mætti gjarnan leyfa einhverjar breytingar á þessu húsi (rífa það niður og byggja betra íbúðarhús væri frábært..). Hugmyndin er falleg og rómantísk en með Grímsbæ rétt hjá og svo verslunarkjarna við Grensásveg og annan við Réttarholtsveg, þá sé ég ekki fram á að hérna gæti orðið sjálfbær rekstur.

Ég styð kaffihús en það mætti gjarnan rífa þessa bílskúra sem eru fyrir aftan þetta hús og snyrta umhverfið þar.

Það vantar mjög mótvægi við 10 11 búðina í Grímsbæ. Heiðarlega matvörubúð með gæði og þjónustu í fyrirrúmi. Einnig sárvantar gott kaffihús í hverfið.

Það eru andstæður að óska eftir verslunarkjarna í gamla verslunarhúsnæðinu í Hólmgarði og minnka umferð í leiðinni. Þessi hús muna fífil sinn fegri og í raun ætti Reykjavíkurborg að sjá sóma sinn í að endurskipuleggja þennan reit.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information