Betri bekkir

Betri bekkir

Á horninu á Þingholtsstrti og Amtmansstíg er lítill garður. Þar þyrfti að koma fyrir bekkjum með baki í stað baklausu bekkjana sem þar eru..

Points

Garðurinn var gerður upp um árið og tókst það vel nema fyrir eitt: Í stað venjulegra bekkja sem þar höfðu verið voru settir nýir án baks. Ég hef búið lengi í hverfinu og hafði gaman af að sjá eldri borgara sitja í garðinum á góðviðrisdögum og rabba saman. Síðan nýju bekkirnir komu gerist þetta mjög sjaldan. Það getur ekki verið dýrt að laga þetta, en ég held það bætti félagslíf margra sem búa í hverfinu.

Ég tek undir þessa hugmynd um alvöru bekki í Bríetarbrekku eins og þessi staður heitir. Ég fer oft með vini og vandamenn í leiðsögn um hverfið og þá byrjum við oft eða endum í Bríetarbrekku. Einnig er mikilvægt að þrifið sé þarna reglulega því oft er drasl þarna og einnig hefur komið fyrir að veggjakrotað er á minnismerkið úr marmara sem hvílir þarna á jörðinni. Þegar ég hef séð það hef ég látið borgina vita.

Alls ekki á móti bekkjum en þið þurfið að gera ykkur grein fyrir að bekkjum fylgja stundum sísetumenn. Heimsækið Vitatorg til að sjá hvað ég meina.....

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information