Lagfæra barnaleiksvæði við Markland

Lagfæra barnaleiksvæði við Markland

Barnaleiksvæðið við endann á Marklandi er í mjög slæmu ásigkomulagi og nauðsynlegt að laga það ef börn eiga að geta leikið sér þar. Mikil fjölgun er á börnum í Fossvogi en skammarlega fá leiksvæði.

Points

Barnaleiksvæðið við endann á Marklandi er í mjög slæmu ásigkomulagi og nauðsynlegt að laga það ef börn eiga að geta leikið sér þar. Mikil fjölgun er á börnum í Fossvogi en skammarlega fá leiksvæði.

Tek heilshugar undir þessa tillögu. Ástandið á svæðinu er í raun borginni til skammar og krakkar hræddir við svæðið þegar fer að rökkva. Yrði mikil upplyfting fyrir hverfið ef svæðið yrði tekið í gegn hratt og vel.

Þetta er mjög þarft. Þarna er bæði körfu- og fotboltavöllur i mjög slæmu ásigkomulagi. Það myndi auka notkunina og fegra hverfið að taka þetta í gegn.

Myndi fegra hverfið og gaman væri að sjá börn á leik í fallegu umhverfi

Leiksvæðið er eins og er mjög óaðlaðandi og væri mikils virði að það yrði tekið í gegn, enda mikil fjölgun barna í hverfinu staðreynd.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information