Laga fótboltavöll við endann á Hjallalandi

Laga fótboltavöll við endann á Hjallalandi

Á opna svæðinu milli Hjallalands og Kúrlands er fótboltavöllur sem er lítið notaður vegna slæms ástands á grasinu. Þarna eru 2 mörk og grasvöllur. Lagt er til að völlurinn verði lagaður svo hann nýtist betur.

Points

Frábært að þessi tillaga skuli vera komin inn. Styð þetta heilshugar. Það þarf ekki mikið til að koma vellinum í lag og algjör synd að láta hann drabbast niður.

Fótboltavöllurinn þarf að vera nothæfur svo einhverjir noti hann.

Svo margir fótboltakrakkar í fossvoginum að það myndi slá í gegn að hafa góðan völl í miðju hverfinu til að hittast og leika

Það væri frábært ef þessi völlur yrði lagaður. Það myndi minnka álagið á battóvellinum í Fossvogsskóla sem er mjög vinsæll og umsetinn.

Synd að hafa völlinn til staðar ónothæfan eins og hann er, Það komast færri krakkar að en vilja á battóvöllinn við fossvogsskóla svo það er mikil þörf fyrir þessum velli.

Mörg börn á öllum aldri leita niður í Fossvogsskóla til að spila fótbolta en geta svo ekki spilað því hann er upptekin nær flesta daga. Það myndi gleðja marga ef þessi yrði lagaður og ég held hann yrði mikið notaður bæði börnum og fullorðnum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information