Skólalóð Selásskóla

Skólalóð Selásskóla

Ný leiktæki á skólalóð

Points

Skammarlegt hvað það hefur orðið útundan að endurnýja leiksvæði og leiktækin á skólalóðinni

Leiktæki fá og illa farin

Ætti að vera algjört forgangsverkefni. Leiktæki eru fá og úr sér gengin, þau eru fjarlægð ef þau skemmast en ekki koma ný í staðinn. Öryggi er líka virkilega ábótavant.

Lóðin er í niðurníðslu og slysahættur víða. Þar við bætist að leiktæki eru nánast engin eftir.

Í kringum Selásskóla er falleg lóð og hægt að gera þar mikinn ævintýraheim. Þau leiktæki sem þar eru núna eru fyrir löngu úr sér gengin og því lítið fyrir börnin að gera í frímínútum og á Frístundaheimili. Þessi endurnýjum er bráðnauðsynleg börnunum okkar sem ganga í þennan skóla.

Ég á barnabarn í skólanum og mér blöskrar ástandið á lóðinni við þennan skóla! Skora á þá sem taka ákvarðanir að koma og sjá með eigin augum. Þetta er til skammar. Takk fyrir. Amma Hafdís.

Skólarnir eru hjarta hverfanna, miðpunkturinn, en hér í Seláshverfi er það hjarta afskaplega illa farið og óaðlaðandi. Það verður að bæta skólalóðina við Selásskóla sem allra fyrst.

Til skammar og þarfnast tafarlausar úrbætur. Skólalóð á að vera með þeim hætti að hún hvetji til og stuðli að hreyfingu barna, með öryggi að leiðarljósi. Gömul og úr sér gengin leiktæki eru slysagildra.

Skólalóðin er í niðurníðslu og er eiginlega ekki börnum bjóðandi. Þetta er virkilega aðkallandi verkefni fyrir Seláshverfið

Algjört forgangsmál! Börnin eru skyldug til að vera þarna alla virka daga. Tryggja þarf að þau njóti sömu réttinda til afþreyingar og önnur skólabörn. Þetta er gríðarlega mikilvægt upp á líkamlega og andlega heilsu þeirra. Kveðja, Auður Jónsdóttir

Þessi skólalóð er ótrúlega léleg, ef barnið spilar ekki fótbolta er lítið sem ekkert fyrir þau að gera á lóðinni. Ef það væri brot af þeim leiktækjum sem eru við Árbæjarskóla væri þetta frábær skólalóð. Lóðin hefur verið mikið til umræðu hjá okkur foreldrum sem og börnum og vonast ég og aðrir til að þetta verði lagað hið fyrsta.

Mjög óspennandi skólalóð, vantar virkilega að bæta úr því.

Löngu tímabært að gera eitthvað fyrir skólalóðina sem hefur því miður orðið alveg útundan lengi.

Algerlega komin tími á endurnýjun

Skólalóðin er til skammar og hefur verið það í mörg ár, ef leiktæki hafa bilað eru þau tekin og ekki hafa komið ný í staðinn. Börnin mega ekki líða fyrir það að búa í fámennu hverfi, skólalóð barna hlýtur að eiga forgang frekar en margar aðrar tillögur hér.

Lóðin er í algjörri niðurníslu. Engin almennileg leiktæki fyrir börnin að leika sèr í í frímínútum. Öryggi við leiktæki og á lóð í ólagi

Börnin okkar eiga að vera í forgangi. þau eru í skólanum meirihluta allra virkra daga og það er það minnsta sem við getum gert að búa þeim almennilegt umhverfi.

Það sem er orðið svo fúið og illa farið og beinlínis hættulegt er fjarlægt en ekkert annað kemur í staðinn! Uppi standa börnin okkar með nánast tóma skólalóð og horfa um leið öfundaraugum til nágrannaskóla okkar í allar áttir: Afhverju getum við ekki fengið rólur?

Óspennandi skólalóð og gömul tæki

Leiksvæði þessa hverfis hafa því miður litið sem ekkert verið uppfærð. Þar er skólinn engin undantekning og ég því skora á borgina að skoða og laga þá innviði sem snerta börnin mest. Það er að eiga sér stað ákveðin endurnýjun í hverfinu og því bera að fylgja eftir með lagfæringu eldri innviða eins og leiktæki a skólalóð. Takk

Vantar klárlega ný leiktæki á skólalóðina. Öll leiktæki úr sér gengin. Börnin okkar eiga að vera númer 1, 2 og 3!!!

Mikil nauðsyn að gera upp þessa lóð.

Það sem er til staðar er úr sér gengið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information