Þrengjum Suðurgötu sunnan Hringbrautar.

Þrengjum Suðurgötu sunnan Hringbrautar.

Sunnan Hringbrautar eru tvær akreinar í hvora átt sem að er óþarfi enda um ferð ekki það mikil um götuna. Það er í raun alveg nóg að hafa eina akrein í hvora átt og má þannig hægja á umferð og skapa pláss fyrir ýmislegt annað.

Points

Umferðin núna er lítil en hröð. Tvær akreinar skapa óþarfa þröskuld fyrir gangandi vegfarendur og svo fer mikið óþarfa pláss undir göturnar.

Eilífar tillögur til að draga úr bílaumferð hjálpa lítið og beinir bílum oft í meiri íbúða-götur. Suðurgata er ein af örfáum ,,ferjuleiðum" inn og út úr Vesturbæ (hin leiðin er Hofsvallagata og Hringbraut) og það hlýtur að þurfa að hafa einhverjar slíkar götur sem taki við meiri umferðarþunga. Nú þegar eru 4-5 gangbrautir yfir Suðurgötu sem hægja umferð. Má bæta við betri hjólabrautum án þrengingar akgreina. Legg til fjölgun undirganga undir slíkar ,,ferjuleiðir" eins og gert er í öðrum löndum.

Það hefur verið lagt til að loka götum hjá Fornhaga, Birkimel, Neshaga, með útivistarsvæði við Hagatorg og svo með þessu að þrengja götur við Suðurgötu. Íbúafjöldi vestan við þessar götur mun ekkert minnka, frekar aukast í framtíðinni. Ég spyr þá, hvernig í ósköpunum á fólk að komast heim til sín? Fá sér fljúgandi diska eins og Jetson's voru með í teiknimyndunum hér einu sinni? Ekki hægt að loka öllum götum, frekar að gera göng, laga hjólreiðastíga o.þ.h.

Eins og suðurgatan er í dag fara gríðarlega margir fermetrar í hana og þannig slítur hún háskólaþorpið sundur í tvo hluta og gerir það minna aðlaðandi.

Ath. hér er ekki verið að tala um að loka einu eða neinu. Það er bara óþarfi að hafa tvær akreinar enda er Njarðargatan orðin ágætis leið til að komast í skerjafjörðinn. Það minnka örlítið plássið fyrir bíla þýðir ekki að fólk þurfi fljúgandi diska ala Jetsons.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information