Göngubrú yfir gatnamótin Miklubraut - Kringlumýrarbraut

Göngubrú yfir gatnamótin Miklubraut - Kringlumýrarbraut

Gatnamótin Miklubraut og Kringlumýrarbraut eru ein þau stærstu á Íslandi. Íbúar í 105 og 108 þurfa að fara mikið yfir þessi gatnamót fótgangandi til að sækja nærþjónustu í hverfunum. Grunnskólar, leikskólar, íþróttafélög, verslanir og strætóar eru allt í kring. Margir strætóar stoppa þarna og þeir sem nota þann ferðamáta neyðast því að ganga mikið um þarna. Til þess að auka öryggi ætti að vera göngubrú sem tengir svo að gangandi og hjólandi komist þar án þess að ganga yfir götuna.

Points

Þetta myndi stuðla að því að fleiri myndu fara gangandi leiðar sinnar sem er gott mál. Auka öryggi þeirra sem nú þegar ganga, sem er enn betra. Skrítið að það sé ekki komið nú þegar miðað við hversu margir þurfa að fara þarna yfir á hverjum degi, í bæði vinnu og leik.

Að fara þarna um er því miður ekki hættulaust, bílar keyra hratt yfir og það myndast þannig umferðarteppa að bílar standa út á mið gatnamót þegar grænt gögnuljós kemur og fólk þarf að troða sér á milli bíla til að komast yfir götuna. Margir strætóar stoppa þarna og þeir sem nota þann ferðamáta neyðast því að ganga mikið um þarna. Til þess að auka öryggi gangandi ætti að vera gögnubrú sem tengir öll fjögur hornin svo að gangandi og hjólandi komist þar yfir án þess að ganga yfir götuna.

Það liggur bein leið milli Réttarholtsins og MS fyrir bíla en ekki fyrir gangandi. Það er óþolandi að þurfa að fara upp og niður göngustíga og í undirgöng þegar að hægt er að labba beina leið yfir brúnna. En brúin er ekki hönnuð fyrir gangandi. Það eru engin gönguljós, stígurinn endar hálfa leið og vil leiða mann í göngutúr undir þessa ógeðslegu bílabrú. Þetta þýðir að gangandi vegfarendur kjósa heldur að stökkva yfir grindverk, hlaupa fyrir bíla og ganga á graspildum til að komast vega sinna.

Öryggisins vegna, þarf að segja meira ?

Vegna gríðarmikillar mengunar og umferðarhávaða frá Reykjanesbraut við Álftamýri þá þyrfti að byggja þar hljóðmön, en það myndi bæta lífsgæði allra íbúa mjög mikið ef slíkt yrði gert.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information