Félagsmiðstöð/lýðræðishús í Langholti eða nágrenni

Félagsmiðstöð/lýðræðishús í Langholti eða nágrenni

Félagsmiðstöðvar borgarhlutans eru langt frá okkur. Vantar hús sem fólkið stjórnar sjálft. T.a.m. væri hægt að athuga með kaup á gamla Holtskjöri. Íbúar gætu svo lagt hönd á plóg í viðgerðum og útvegað húsgögn og annað sem þyrfti. Einnig mætti halda úti efnisveitu í húsinu og hafa aðstöðu fyrir færanleg teymi þjónustumiðstöðvar, böll þvert á kynslóðir, nágrannavörslu, námskeið o.m.fl. Meðfylgjandi mynd er frá Langholti í Danmörku, "grænu sveitaþorpi í bláu umhverfi".

Points

Borgin leggur áherslu á félagsauð en lítil sem engin aðstaða er til að hittast í Langholti, Heimum, Vogum og Sundum, og rækta tengsl, styðja hvert annað og gleðjast saman. Okkur vantar félagsmiðstöð og hér er kjörið tækifæri til að setja slíka á fót sem vex upp úr grasrót að miklu leyti en með húsnæði frá borginni. Daglega berast fregnir af einmanaleika, kvíða og þunglyndi þvert á aldurshópa og fjarlægð eykst á milli fólks. Margt getur breyst til batnaðar með tilkomu alvöru grasrótarhúss!

Norðurbrún er reyndar í 104... en hún er hins vegar stödd eiginlega á endanum - væri auðvitað æskilegra að svona miðstöð væri meira fyrir miðju hverfisins :)

Rannveig bendir á þrjár frábærar félagsmiðstöðvar í Laugardalnum sem ég þekki til og mæli sterklega með. EN! Þær eru 1) langt frá okkur (vantar í okkar hverfishluta) og 2) allt annars konar en ég er að leggja til. Hverfishús eins og ég legg til er nýjung.

Svæðið í kringum Sólheima bókasafnið og skátaheimilið er góð staðsetning og væri skemmtilegt að gera hönnunarsamkeppni um byggingu sem sameinar bókasafnið, skátaheimilið og lýðræðishús. Nánast öll bókasöfn sem eru byggð í dag eru einmitt hugsuð svona, bækurnar eru ca. 30% af prógramminu, restinni er dreift út í alls konar tilboð eins og verkstæði, tölvu og prent þjónustu, fundarherbergi, eldhús og salir. Allt þetta í bland við skátaheimili væri algjör snilldar kokteill!

Kannski ekki rök á móti hugmyndinni... EN Það eru 3 félagsmiðstöðvar núþegar í hverfinu á vegum borgarinnar, sem má nýta mikið betur. En fólk áttar sig ekki nægjanlega á því að þær standa ÖLLUM til boða. Þessar félagsmiðstöðvar eru staðsettar á Dalbraut 18-20, Dalbraut 27 og Norðurbrún 1. Þar eru starfandi virknifulltrúar sem er hægt að heyra í og ræða og efla starfið enn frekar í áttina að starfi utan hefðbundins vinnutíma :)

Hugmyndin um félagsmiðstöð hjá Sólheimasafninu finnst mér góð, tengja saman það sem fyrir er, bókasafnið, skátaheimilið og safnaðarheimili kirkjunnar, hvernig hægt væri að samnýta þessi heimili án þessa að kosta miklu til.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information