Stækkun útisvæðis við Vesturbæjarsundlaug

Stækkun útisvæðis við Vesturbæjarsundlaug

Færa út grindverk og stækka útivistarsvæði við Vesturbæjarlaug.

Points

Góð hugmynd.

Styð þá hugmynd. Aðsóknin að lauginni hefur stóraukist og í raun og veru er hún varla gerð fyrir þennan fjölda miðað við aðstöðuna. En með fleiri útipottum og stækkun svæðis ber hún betur fjöldann. Verð þó að benda á gufubaðið sem væri aldeilis frábært ef maður brenndi ekki á sér iljarnar við að ganga inn eða út - þrátt fyrir mottur.

Góð hugmynd. Ekki væri verra að útbúa betri skjólveggi - en rokið (þá sérstaklega í nýja pottinum) getur verið ansi mikið.

Gestum í sundlaug Veturbæjar hefur fjölgað mjög síðustu tvö ár, ekki síst eftir að nýr og stór pottur var settur þar upp. Í hópi sundlaugagesta eru margir ferðamenn. Útisvæðið, þar sem gestir geta notið sólar á góðum dögum, hefur verið óbreytt um áratugaskeið. Umhverfis laugina er hins vegar stórt grænt svæði sem nýta mætti betur. Lagt er til að útisvæðið innan sundlaugar verði stækkað og betrumbætt með skjólveggjum, pöllum, nýjum sólstólum/bekkjum, leiktækjum/rennibraut, útilistaverkum etc.

Fràbær hugmynd styð hana í botn😉

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information