Hjólreiðar um Fossvogsdal

Hjólreiðar um Fossvogsdal

Brýnt er að draga úr hraða hjólareiðamanna um Fossvogsadal. Göngustígar liggja þvert á hjólabrautina milli Reykjavíkur og Kópavogs í dalnum og hjólreiðamenn fara þarna um, oft á mjög miklum hraða. Nú verða gangandi vegfarendur að nema staðar og víkja fyrir hjólreiðamönnum en þessu ætti að vera öfugt farið. Setja þarf upp skilti og/eða þrengingar sem vara hjólreiðamenn við börnum og öðrum vegfarendum!

Points

Það er rétt að mikilvægt er að allir líti í kringum sig og ég vona að Borgin geri það auðveldara með því að klippa eða fjarlægja runna sem byrgja sýn. Hámarkshraði bifhjóla og reiðhjóla á gangstígum mun vera 25km/klst.

Ég hef oft tekið eftir því að fólk er að labba á hjólastígum í staðin fyrir göngustíg og lausaganga hunda er ekki heimild þarna í fossvogi

Mörg börn nota þessa leið til þess að hjóla/ganga í skólann. Eru að læra að fóta sig í umferðinni. Hjólaði með mínum fyrsta skólaárið og það stafaði beinlínis hætta af þeim hjólagörpum sem fóru á hraðferð í gegn. Styð það að hægja á hjólandi umferð, og klippa runna/fjarlægja tré sem byrgja sýn á gatnamótunum.

Væri skynsamlegra að klippa runna sem eru þarna við stigana til að folk sjaist u tima. Þá er hægt að draga vel ur hraða og koma i veg fyrir slys. LAUSAGANGA HUNDA ER ALVARLEGRA MÁL Á ÞESSU SVÆÐI.

Allir sem þarna eiga umferð um, hvort sem það eru hjólreiðamenn eða gangandi vegfarendur verða að fylgjast með og líta til hægri og vinstri áður en farið er yfir. Ekki flókið.

Nauðsynlegt til að draga úr slysahættu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information