Göngubrú yfir Miklabraut við 365 miðla.

Göngubrú yfir Miklabraut við 365 miðla.

Setja göngubrú í sama stíl og má finna annarstaðar á Miklubrautinni t.d. við Skeifuna og Kringluna.

Points

Þetta er staður þar sem talsvert mikil umferð er af gangandi og hjólandi. Aðgengið yfir miklubrautina er nokkuð gott á þessum stað (mundi þó batna ef búrið á milli akreinanna yrði tekið). Þessi ljós tefja umferðina afskaplega lítið þar sem að flöskuhálsinn er alltaf á gatnamótunum Miklabraut - Langahlíð. Það yrði erfiðara og seinlegra fyrir gangandi að fara yfir brú sem að auki væri erfiðara að halda greiðfærri á veturna.

Það skiptir máli hvaða aðstæður eru á hverjum stað fyrir sig hvort göngubrýr, undirgöng eða gönguljós verði fyrir valinu. Göngubrýrnar við Kringluna, Skeifuna og fleiri staði eru vel hannaðar og góðar, enda langt á milli húsa þar og nóg pláss. Á Miklubraut við Stakakhlíð / Reykjahlíð eru hinsvegar hús sem standa alveg uppvið götuna sem þýðir að það er minna pláss fyrir hendi þar. Aðgengið að göngubrúnum yrði því ekki eins gott þar. Ef það er yfirhöfuð pláss þar þ.e.a.s.

Það er ekki pláss fyrir göngubrú / undirgöng á þessum stað öðruvísi en að rífa niður hluta af nærliggjandi húsum við Skaftahlíð eða af 365 húsinu. Það yrði galið. Sniðugt væri að setja upp eftirlitsmyndavélar við gönguljósin sem myndu refsa þeim sem keyra yfir á rauðu. Hvað varðar "umferðarflæðið" þá er enginn heimsendir þótt bílar þurfi að stoppa í 15-20 sekúndur.

Göngubrýr með erfiðu aðgengi eru fráhrindandi fyrir okkur fótafúnu. Landslagið þarna býður ekki upp á nema ferlíki. Auðveldara er að koma fyrir undirgöngum frá Stigahlíð út að 365. Á miðeyjunni þarf að fynna lausn vegna ófærðar og slabbs á vetrum. Lokað grindverk?

Gönguljósin hafa mikil áhrif á umferðina og skapa flöskuháls og teppu. Það er nóg að vera með umferðarljós á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar en þau gatnamót skapa daglega mikla umferðarteppu.

Ætti að vera löngu komið! Engin undirgöng nálægt og umferð stoppuð á nær mínútu fresti! Tölum ekki um hvað ljósin eru lengi og tvískipt sem hvetur fólk til að hlaupa yfir á rauðu. Vert að nefna að það ERU undirgöng á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar, svo notkun þeirra mætti auka með einhverjum ráðum.

would be good for kids biking to school

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information