Endurnýja leiksvæðið á gamla Ármannsvellinum gegnt Miðtúni

 Endurnýja leiksvæðið á gamla Ármannsvellinum gegnt Miðtúni

Það sárvantar betra leiksvæði og/eða útivistarsvæði í Túnin. Svæðið á milli Waldorfsskólans og elliheimilisins er ekki svipur hjá sjón og það væri upplagt að búa þar til skemmtilegt svæði fyrir íbúa hverfisins sem fer ört fjölgandi með tilkomu nýbygginga á svæðinu.

Points

Það er ekkert almennilegt leiksvæði í Túnunum. Foreldrar þurfa að labba langa leið með ung börn (Klambratún) og geta ekki hleypt eldri börnum út að leika eins síns liðs á almennilegt leiksvæði því það er of langt í burtu og þau þurfa þá að fara yfir stórar götur til að ná þangað. Hverfið er í uppbyggingu, nýar fjölskyldur að flytja að og þörf hefur verið á að byggja upp leiksvæðið í langan tíma. Þessi tillaga hefur komið nokkrum sinnum og nú er komin tími til að klára málið.

Það sárvantar betra leiksvæði og/eða útivistarsvæði í Túnin. Svæðið á milli Waldorfsskólans og elliheimilisins er ekki svipur hjá sjón og það væri upplagt að búa þar til skemmtilegt svæði fyrir íbúa hverfisins sem fer ört fjölgandi með tilkomu nýbygginga á svæðinu.

Það sárvantar leiksvæði á þetta svæði. Vegna fyrirkomulags betrireykjavik, þá hverfa íbúar í Túnunum í fjöldann í samanburði við alla þá íbúa sem búa nær Laugardalnum og þessar hugmyndir sem koma fram og nýtast íbúum í Túnunum fá ekki nægilega mikið vægi þegar horft er til heildarfjölda íbúa í "Laugardal".

Það er ekkert almennilegt leiksvæði í Túnunum og nokkuð langt að labba á þau sem næst eru. Þetta myndi stórbæta aðstöðu barnafólks í hverfinu.

Alveg sammála því að það vantar betra leiksvæði en einnig aðstöðu fyrir foreldra til að vera með lítil börn á róló. Td. bekki til að tylla sér á og leiktæki fyrir yngstu börnin.

Þetta er tillaga sem hefur nokkrum sinnum "komist áfram" ef svo má segja en því miður aldrei fengið kosningu væntanlega af þeirri einföldu ástæðu að íbúar í Túnunum eru hlutfallslega fámennir í þessu stóra hverfi. En maður heldur í vonina um að Túnin fái að lokum sómasamlegt útivistarsvæði.

Nú skal okkur takast að koma þessu í gegn! Hjálpumst öll að og reynum að fá barnafólk úr hverfinu til að kjósa með þessu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information