Göngustígur frá Keilufelli til Austurbergs um Norðurfell

Göngustígur frá Keilufelli til Austurbergs um Norðurfell

Leggja mætti göngustíg austan megin við Norðurfell á þessum kafla frá Keilufelli að Austurbergi í átt að strætóskýli við Norðurfell/Austurberg. Til vara mætti leggja göngustíg yfir grasblett á milli Jórufells og Kötlufells í átt að göngustíg meðfram Jórufelli.

Points

Á sumrin gengur maður yfir grasið sitt hvorum megin við Norðurfellið til að komast að strætóskýli við Norðurfell/Austurberg og allt of oft endar maður á að stíga ofan í hundaskít, á veturna neyðist maður til að annað hvort vaða snjóskafla eða ganga á götunni. Gangandi vegfarendur virðast hafa gleymst á þessum kafla og finn ég mikinn aðstöðumun á milli Árbæjarhverfis og Breiðholts þegar kemur að gangandi vegfarendum.

eins góð hugmynd og þetta er þá er þetta svona stígur sem endar undir snjó af götunum á veturnar og ekki besta staðsetning fyrir stíg

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information