Göngustíg meðfram ströndinni frá Klébergi að Saurbæ

Göngustíg meðfram ströndinni frá Klébergi að Saurbæ

2ja m breiðan malar- eða malbiksstíg (ca 5 km langan) umhverfis Kjalarnes. Mætti gera í áföngum. Einnig 3m breiðan malbikaðan hjóla -og göngustíg vestan við Vesturlandsveginn.

Points

Þetta opnar ströndina og hvetur til útivistar sérstaklega ef gönguleið yrði gerð meðfram Vesturlandsvegi. Þá næðist flott hringleið

Ef Kjalarnes ætlar að vera með í túristabylgjunni þá verða ferðamennirnir að hafa einhverja afþreyingu

Innilega sammála! Því miður eru göngu- og hjólastígar sjaldséð fyrirbæri hér í þessu hverfi borgarinnar. Við höfum orðið útundan hvað þetta varðar. Það er í hróplegu ósamræmi við hugmyndir borgaryfirvalda um lagningu göngu-og hjólastíga í öðrum hverfum borgarinnar sem auk þess hafa hvatt fólk til að ganga og hjóla heilsunnar vegna og til að draga úr umferð og mengun. Af hverju gildir ekki hið sama í 116? Borgum við ekki sömu skatta og aðrir Reykvíkingar?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information