Göngustígur milli Víkur og Staðarhverfis yfir Strandveg

Göngustígur milli Víkur og Staðarhverfis yfir Strandveg

Göngustíg vantar til að tengja göngustíg í Staðarhverfi yfir í Víkurhverfi yfir Strandveg. Þó að göngustíg vanti er gert ráð fyrir gangandi umferð yfir Strandveg á milli hverfanna en svo virðist sem gleymst hafi að setja göngustíg. Ummerki á svæðinu sýna að mikið er gengið yfir umræddan spotta.

Points

Nauðsynlegt er að tengja göngu, hjóla og hlaupaleiðir á milli hverfanna tveggja. Aðrar leiðir að göngustígnum í Staðarhverfi eru langt í burtu og því algengt að vegfarendur gangi beint yfir grasið sem er ekki ásættanlegt í blautu veðri eða snjó.

Mikilvægt er að tengja hverfin saman með þessari framkvæmd. Einnig væri æskilegt að gróðursetja tré meðfram þessum stíg og hafa breitt trjábelti með veglegum trjám. Þetta er einnig ákveðið jafnræðismál fyrir íbúa þessara hverfa.

Mikilvægt - ekki síður með öryggi barna og unglinga sem sækja skóla milli hverfanna

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information