Mála miðlínu í Engjateig

Mála miðlínu í Engjateig

Umferð er orðin þó nokkur þarna og í götunni eru tvær blindbeygjur og í þeiim keyra margir á röngum vegarhelmingi og þarf að passa sig sérlega vel þar, en þarna eru jafnframt oft gangandi á götunni frekar en á gangstéttinni.

Points

Margir ökumenn virðast halda að þetta sé einstefnugata, amk mæti ég mjög oft bíl á röngum vegarhelmingi og þarf að snarstansa til að lenda ekki framan á bíl sem kemur á móti, en þarna eru tvær blindbeygjur og því væri það til bóta að hjálpa ökumönnum að halda sig á sínum helmingi. En nú eru einstaklega margir túristar á götunni, bæði gangandi og keyrandi og svolítil málnin og myndi skýra þetta aðeins að þetta er gata en ekki bílastæði eða breiður göngustígur.

Algjörlega bráðnauðsynlegt. Það skapast oft mikil hætta þarna og sérstaklega þar sem Listdansskólinn og tónlistarskóli eru þarna er oft mikil umferð.

Það hefur komið fyrir að maður keyrir upp að bílum sem eru stopp í beygjunni til að bíða eftir börnum sínum sem koma úr tónlistarskólanum eða dansskólanum. Stórhættulegt! Margir vita ekki hver er í rétti þegar það keyrir út frá bílastæðinu hjá fatabúðinni Hrafnhildi eða af bílastæðinu frá tónlistarskólanum eða Einkaleyfastofu. Svo er það innkeyrslan á Grand hótel með rútunum og bílum frá því bílastæði. Þetta er eins og meðalstór gatnamót. Það verður miklu meiri umferð eftir að sendiráð BNA kemur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information