Láreist fjölbýlishús

Láreist fjölbýlishús

Láreist fjölbýlishús með litlum íbúðum sem eru hugsaðar fyrir ungt fólki sem vill ekki flytja úr hverfinum. Getur verið staðsett hjá Jöklarborg leiksskólanum. Þar sem skólagarðarnir eru.

Points

Það vantar fleiri íbúðir í Seljahverfið sem eru litlar 40 fm til 100 fm fyrir ungt fólki sem vill búa í hverfinu. Getur verið staðsett þar sem skólagarðarnir hjá Jöklaborg eru. Þeir eru illa hirtir og ljótir og væri hægt að byggja ódýra og litlar íbúðir fyrir fyrstu íbúðakaup.

Einnig vantar itlar íbúðir fyrir eldra fólk sem vill minnka við sig en vera áfram í hverfinu.

Það er svæði til að byggja blöndu af litlum og stærri íbúðum alla beygjuna frá Jöklaborg og að Krónunni, þar fyrir aftan myndi verða til frábært grænt svæði inn í hverfinu en ekki við götuna eins og er í dag og svæðið yrði snyrtilegra um leið. Auk þess eins og þú bendir á, er eftirspurn. Tel þó að þetta þurfi að vera blanda af stærðum því mikill skortur er á millistærðaríbúðum, 135-180 fm í hverfinu.

Þarna er samfélag ræktenda, með reiti fyrir grænmeti, sem hafa reist gróðurhús og nýta og gera svæðið fallegt, sem er ekki síður mikilvægt en íbúðir, en þangað kemur fólk víðsvegar að úr Breiðholtinu og enn víðar. Græn svæði eru mikilvæg sérstaklega þau sem eru í notkun og auka lífsgæði íbúanna. Þróun þessa svæðis ætti að miða að því að styrkja það samfélag. Seljagarður var stofnaður 2014, sem hefur átt í góðu samstarfi við borgina og fyrirtæki á svæðinu og mun lifa vel og lengi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information