Girða Sæbrautina af svo aðeins sé gengið yfir á ljósum

Girða Sæbrautina af svo aðeins sé gengið yfir á ljósum

Mig langar ekki sérstaklega til að drepa ferðamenn en hef komist nálægt því vegna þess að þeir storma beina leið úr miðbænum og niður að Sæbrautinni, hvar sem þeir koma niður að götunni. Það þarf að girða Sæbrautina af svo þeir neyðist til að fara yfir á ljósunum.

Points

Góð rök sem Arnar og Haraldur koma með á móti hugmyndinni. Einnig myndi umferðarhraðinn aukast verði settar girðingar þar, en það er búið að gera rannsóknir um það að þar sem eru svona girðingar á götum þar er umferðarhraðinn hærri heldur en annarsstaðar. Þetta er því ekki góð hugmynd.

Slysahætta

Spurning um að aka bara varlega og fylgjast með umhverfinu. Efast um að einhver hlaupi viljandi fyrir bíla til að komast að Sólfarinu.

Fólk (þá aðallega túristar) eru í sífellt auknum mæli að fara yfir Sæbrautina á svæðum sem ekki gangbrautir. Fólk kýs að ganga svona yfir Sæbrautina því eins og staðan er í dag er mjög erfitt og óþægilegt að koma sér frá skúlagötu yfir að göngustígnum við sjóinn. Ég er sammála því að það mætti girða brautina af, en það mætti einnig betrumbæta og fjölga gangabrautir yfir Sæbrautina.

Ökuhraði þarna á ekki að vera yfir 50 km á klst og tímunum saman er mjög lítil umferð þegar bílar bíða á ljósum. Við slíkar aðstæður eru girðingar í vegi fólks sem vill komast leiðar sinnar fáránlegar. Séu staðir þar sem umferð gangandi utan gangbrauta er mikil gæti verið ástæða til að fjölga gangbrautum.

Fyrst og fremst þarf sð stilla gönguljósin þannig að venjuleg gangandi manneskja komist þar yfir á grænu.. Það þarf að hlaupa til að ná yfir alla götuna eins og stillingin er núna sem gerir það að verkum að fólk lendir á rauðu án þess að ætla sér það.

Kannski væri ráð að setja göngubrú þarna miðja vegu milli Snorrabrautar og Hörpu. Mér líkar ekki alls kostar að setja girðingu á þessum stað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information