Fjármálalæsi og fjárhagsleg réttindi neytenda

Fjármálalæsi og fjárhagsleg réttindi neytenda

Þekking á grunnatriðum fjármála er mikilvæg í nútímasamfélagi. Kennsla í fjármálalæsi á ekki snúast um að kenna börnum að taka lán og skuldsetja sig upp fyrir haus, heldur þarf einnig að leggja áherslu á forvarnir og réttindi neytenda á fjármálamarkaði strax frá fyrstu stigum. Jafnframt er afar mikilvægt að fræða allan almenning rækilega um hvernig peningakerfið virkar í raun og veru, en réttar staðreyndir um það eru nauðsynleg forsenda upplýstrar umræðu um gjaldmiðla og peningamál.

Points

En slík fræðsla þarf að fara fram með fagmenntuðum viðskiptagreinakennurum.

Hluti af fjármálalæsi væri m.a. markaðsfræði þar sem fjallað væri um hversu langt markaðsöflin ganga í því að móta hugmyndir neytenda um t.d. tísku, kauphegðun, neyslu o.fl. Nemendur eru oft furðulega lítið meðvitaðir um þau öfl sem spila einna stærstan þátt í að móta hugmyndir og skynjun þeirra.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information