Lestrarkennsla

Lestrarkennsla

Staðla á lestrarkennslu og ólæsir nemendur eiga ekki að útskrifast úr grunnskólum. Með stöðlun þá á ég við að skólar eiga að t.d. mæla nemendur eins, sumir skólar nota atkvæði á mínútu en aðrir orð á mínútu. Eins á kennsluefnið að vera aðgengilegt á netinu svo foreldrar og kennarar geti hjálpast við að staðla kennsluna. Það er ekki skrýtið að nemendum gangi misvel í alþjóðlegum samanburði þegar hver og einn kennari þarf að finna upp hjólið.

Points

Varnaðarorð: Stöðluð lestrarkennsla má ekki vera á kostnað þeirrar lestrarkennslu sem miðar að því að börn flytji lesinn texta þannig að hann verði bæði áheyrilegur og skiljanlegur. Mögulega þyrfti að bæta við nýrri hugmynd sem fjallar um slíka færni....

Það er ekki hægt að staðla lestrarkennslu og meina ólæsum nemendum að útskrifast úr grunnskóla. Hér gleymist að hluti nemenda er með alvarlega lesblindu og munu ekki geta lesið þrátt fyrir mikla kennslu og þjálfun. Þetta geta verið snjallir nemendur að öðru leyti. Þarna þarf hins vegar að velta fyrir sér úrræðum: Lækka þröskulda og koma þessum nemendum til hjálpar. Nútíma tækni býður upp á ótal námsmöguleika þrátt fyrir ólæsi. Ég lýsi eftirnáms- og læsisstefnu fyrir lesblinda.

Stöðluð lestrarkennsla á að miða að því að börn skilji textann sem þau lesa. Upplestur á að vera skiljanlegur en ekki eins og biluð hrærivél. Einnig á að leggja áherslu á hraðlestur. Með stöðlun þá á ég ekki við eitt markmið, heldur getur stöðlun haft með sér mörg markmið.

Að les kennsla verði hluti af bókmennta greinum eins og sögu og landafræði , náttúrufræði og fleiri .

Lestrarkennslu verður að hefja einstaklingsbundið. Grípa einstaklinginn þegar lestraráhuga verður vart. Skipulagt sjálfboðaliðastarf gæti skilað miklu með litlum tilkostnaði og kennsluefnni verður að vera allt á netinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information