Skólagarðar; nýttir fyrir útikennslu í sjálfbærninámi

Skólagarðar; nýttir fyrir útikennslu í sjálfbærninámi

Að gera kennurum kleift að nýta skólagarða bæjarfélaga sem kennslustofu í sjálfbærninámi. Garðarnir henta vel fyrir útinám vor og haust þ.e. fyrir og eftir sumaropnun þeirra. Þar gætu nemendur spreytt sig á áþreifanlegum viðfangsefnum, sem líkleg eru til að auka áhuga þeirra á náttúrufögum. Með því að gefa nemendum kost á að stunda hluta sjálfbærnináms í skólagörðum í tengslum við skólana er hægt að styða við alla 5 meginþættina sem komu út úr fyrri hluta verkefnisins Samráð um menntastefnu.

Points

Sé nemendum gert kleift að stunda garðrækt sem hluta af sjálfbærninámi fá þau óþrjótandi tækifæri til SKÖPUNAR. Þekking og reynsla sem nemendur öðlast við útiveru og samstarf eykur á HEILBRIGÐI þeirra og FÉLAGSFÆRNI ásamt jákvæðum tilfinningatengslum þeirra við næringuna. SjÁLFSMYND þeirra styrkist. Ræktun krefst leikni nemenda í hvers kyns LÆSI þ.m.t. upplýsingalæsi. Sé fjölskyldum síðan gert mögulegt að aðstoða börn við ræktun yfir sumarið upplifa börnin órofna hringrás lífs.

Frábær hugmynd! Einmitt þörf á að skapa tækifæri til að gera og upplifa gegnum skilvitin og tengja við jörðina og náttúruna!

Ég tel það brýnt verkefni að kenna fólki/krökkum að setja puttana í moldina og fá þá yndislegu gjöf að fylgjast með lífi vakna og spretta og á sama tíma að fá að upplifa það að færa björg í bú með framleiðslu sinni. Það var eitt af áhrifaríkari upplifunum lífs míns þegar ég fór með uppskeruna mína úr skólagörðunum eitt árið og seldi á veitingastað. Síðan hef ég ekki hætt að rækta og vildi að það hefði verið verkefni eins og þetta á þeim tíma til að leyfa mér að spreyta mig en frekar í þeim efnum

Frábær hugmynd! Hún er framsækin, skapandi, náttúruvæn, uppbyggjandi og eflandi fyrir sjálfsmynd nemenda. Horft er til framtíðar með náttúruna og samfélagið að leiðarljósi 🍀

Það er öllum nauðsynlegt að geta ræktað rót sér og sínum til viðurværis. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information